Ragnar Torfason, betur þekktur sem Raggi Torfa, er einn vinsælasti og eftirsóttasti skemmtikraftur Stranda. Hann er auk þess mikill smiður, íþróttamaður og fjölskyldumaður.
Category: Viðtöl
Hildur Aradóttir og Ísabella Benediktsdóttir
Hildur Aradóttir og Ísabella Benediktsdóttir Petersen eru viðmælendur mínir að þessu sinni. Drífandi ungar aðkomukonur sem búsettar eru á Drangsnesi, sem sögðu mér frá upplifun sinni af þorpslífinu.
Bjarnveig Höskuldsdóttir
Bjarnveig Höskuldsdóttir er fædd á Drangsnesi árið 1946, smábæjarstelpa sem vildi gerast bóndi en lífið tók aðra stefnu. Hún rifjar upp góðar minningar af æskunni á Drangsnesi, segir sögur af álfum og fylgjum, og ævintýrum í leik og starfi sem hafa leitt hana víða um heim.
Hilmar F. Thorarensen
Hilmar Friðrik Thorarensen fæddist í Reykjavík 8. júní árið 1940 og var frumburður foreldra sinna, þeirra Regínu Emilsdóttur og Karls Ferdinands Thorarensen. Hilmar segir frá lífi og störfum á Gjögri og víðar.
Torfi Halldórsson
Torfi Halldórsson bóndi á Broddadalsá, þar sem hann er fæddur og uppalinn, segir m.a. frá æskunni, lífsbaráttunni á fyrri árum við að færa björg í bú, breytingum á samfélaginu og högum bænda, skytteríi og draugagangi.
Viðtalsstubbar Hólmavík
Hér var rætt stuttlega við Elfu Björk Bragadóttur, Guðmund Ragnar Jóhannsson, Unnar Ragnarsson og Hannes Leifsson. Þessir viðtalsstubbar voru teknir á Hólmavík þegar ég var í starfsnámi hjá Reykjavík Grapevine árið 2015….
Viðtalsstubbar Drangsnes
Hér var rætt stuttlega við Aðalbjörgu Óskarsdóttur, Ásbjörn Magnússon og Helgu Lovísu Arngrímsdóttur. Þessir viðtalsstubbar voru teknir á Drangsnesi þegar ég var í starfsnámi hjá Reykjavík Grapevine árið 2015. Það var einhver…