Ragnar Torfason, betur þekktur sem Raggi Torfa, er einn vinsælasti og eftirsóttasti skemmtikraftur Stranda. Hann er auk þess mikill smiður, íþróttamaður og fjölskyldumaður.
Author: Ragna Ólöf
Hildur Aradóttir og Ísabella Benediktsdóttir
Hildur Aradóttir og Ísabella Benediktsdóttir Petersen eru viðmælendur mínir að þessu sinni. Drífandi ungar aðkomukonur sem búsettar eru á Drangsnesi, sem sögðu mér frá upplifun sinni af þorpslífinu.
Bjarnveig Höskuldsdóttir
Bjarnveig Höskuldsdóttir er fædd á Drangsnesi árið 1946, smábæjarstelpa sem vildi gerast bóndi en lífið tók aðra stefnu. Hún rifjar upp góðar minningar af æskunni á Drangsnesi, segir sögur af álfum og fylgjum, og ævintýrum í leik og starfi sem hafa leitt hana víða um heim.
Hilmar F. Thorarensen
Hilmar Friðrik Thorarensen fæddist í Reykjavík 8. júní árið 1940 og var frumburður foreldra sinna, þeirra Regínu Emilsdóttur og Karls Ferdinands Thorarensen. Hilmar segir frá lífi og störfum á Gjögri og víðar.
Torfi Halldórsson
Torfi Halldórsson bóndi á Broddadalsá, þar sem hann er fæddur og uppalinn, segir m.a. frá æskunni, lífsbaráttunni á fyrri árum við að færa björg í bú, breytingum á samfélaginu og högum bænda, skytteríi og draugagangi.
Hanna Ingimundardóttir
Á Hafnarhólmi innan við Drangsnes, bjó stór fjölskylda; þau Ingimundur Loftsson og kona hans Ragna Kristín Árnadóttir ásamt 10 börnum. Hanna Ingimundardóttir er eitt þessara barna og ég fékk hana til að segja mér frá æsku sinni.
Ólafur Ingimundarson – Lói
Lói er borinn og barnfæddur Bjarnfirðingur sem hefur lengst af búið á æskustöðvum sínum á Svanshóli. Hann er fjórði ættliður ábúenda þar, þó fimmti ættliðurinn – börn Lóa – séu nú tekin við keflinu, og hann hefur séð miklar breytingar á samfélaginu í Bjarnarfirði undanfarna áratugi.
Bjarni Elíasson
Alltaf taka mark á sínum draumum Bjarni Elíasson, fyrrum sjómaður, útgerðarmaður og beitningarmaður, er fæddur á Mýrum norðan við Drangsnes og er sennilega með minnugri mönnum sem nálgast tíræðisaldurinn. Fréttaritari hitti Bjarna…
Gísli Ólafsson
Fiskeldi endurvakið á Ásmundarnesi Gísli Ólafsson, borinn og barnfæddur Grundfirðingur – sem þó rekur báðar ættir á Strandir – keypti Ásmundarnes í Bjarnarfirði fyrir tæpu ári. Stórtækar framkvæmdir og áætlanir um fiskeldi…
Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson
Stórir Draumar í Þágu Samfélagsins Hjónin Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson, fjár- og æðarbændur í Húsavík við Steingrímsfjörð, eru umsvifamikil á mörgum sviðum. Ásamt því að reka bæði fjárbú og eigin kjötvinnslu…