Lói er borinn og barnfæddur Bjarnfirðingur sem hefur lengst af búið á æskustöðvum sínum á Svanshóli. Hann er fjórði ættliður ábúenda þar, þó fimmti ættliðurinn – börn Lóa – séu nú tekin við keflinu, og hann hefur séð miklar breytingar á samfélaginu í Bjarnarfirði undanfarna áratugi.