Þetta er þýðing á grein, sjá upphaflegu greinina hér.
Að kenna sveitalubbum að meta hipster tónlist
Ég fylgist með viðmælanda mínum út um gluggan og bíð eftir að ókunnugur bíll fari. Þegar öllu er óhætt, skoppa ég yfir lóðina að húsinu sem ég þekki svo vel. Það gæti virst sem sniðug tilviljun að manneskjan sem ég ætla að taka viðtal við búi í húsinu sem besta æsku vinkona mín bjó í, en ekki á Drangsnesi. Litla sjávarþorpið á Ströndum er byggt af um 70 manns sem allir eru einhvern veginn tengdir. Þegar þú býrð þar er næstum hver sem þú hittir ættingi, vinur, vinnufélagi eða nágrani (eða einhver blanda af því).
Nágranni minn er Björn Kristjánsson, betur þekktur undir sviðsnafninu sínu Borko. Nafnið hefur lengi vakið athygli mína, helst vegna þess að ég hef margreynt og mistekist að kenna pabba mínum að segja það rétt. Hann vill frekar kalla nágrannan ‘Bronko’ eftir einhverri gamalli bílategund sem hann átti einhvern tíman. Það er frekar vandræðalegt að nágranninn veit allt um það en er ekkert móðgaður og hlær bara á meðan hann telur upp lista af svipuðum mismælingum á nafninu (“Birko, Bronko, Porko…”).
Alls konar tónlist
Uppruna nafnsins rekur hann aftur til þess tíma þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla og ákvað ásamt vini sínum að flytja til Finnlands, læra finnsku ogstofna fjöllistadúet. Útskýringin er að “Á þessum tíma vildi GusGus ekki láta kalla sig hljómsveit heldur voru þeir fjöllistahópur og við vorum að gera grín að því með því að kalla okkur fjöllistadúett. Við þurftum að finna okkur nöfn sem hljómuðu finnsk og ég bjó til nafnið Borko og hann bjó til nafnið Hondo og við vorum fjöllistadúettinn Hondo ja Borko. En við gerðum aldrei neitt annað enað búa okkur til.“
Björn hefur spilað á alþjóðlegum vettvangi með hljómsveitunum FM Belfast og Múm og hefur gefið út tvær plötur á sóló ferli sínum. Snemma var hann líka í hljómsveitinni Rúnk en í henna voru nokkrir velþekktir tónlistarmenn, eins og Prins Póló, Benni Hemm Hemm og Hildur Guðnadóttir.
Þegar ég spyr hann hvers konar tónlist hann gerir, gerir gretta mér viðvart að honum er illa við slíkar skilgreiningar. “Já, alveg rosalega,” staðfestir Björn. “Ég geri bara alls konar tónlist. Best að hlusta bara á hana og þá getur maður reynt að setja hana í einhver hólf ef manni sýnist svo.”
Bingó-vinningur merki um að flytja
Björn hefur búið á Drangsnesi undanfarin þrjú ár og unnið sem kennari við grunnskólann í þorpinu og andað lífi í tónlistarsenuna á svæðinu. Hann og fjölskylda hans fluttu á Drangsnes eftir að hafa fengið tákn í Páskafríi í Árneshreppi, sem er hreppurinn norðan við Drangsnes þaðan sem konan hans, Birna, kemur.
“Við vorum búin að vera bæði í Reykjavík í sama farinu í dálítið langan tíma,“ segir Björn. „Birna er norðan úr Árneshreppi, við vorum á leiðinni þangað í Páskafrí og komum við hérna á leiðinni norður og heimsóttum vinafólk. Þá var sagt að það væri að losna skólastjórastaða og kennarastaða og hvort við ætluðum ekki að sækja um. Við héldum nú ekki en svo keyrðum við af stað áfram norður daginn eftir og ræddum þetta alla leiðina norður. Svo fórum við í Páskabingó hjá Finnbogastaðaskóla og unnum 10.000 kr úttekt hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Þegar við keyrðum til baka og fórum að ræða þetta aftur,vorum við sammála um að þetta hefði verið tákn um það að við ættum að sækja um. Tveim mánuðum seinna vorum við flutt hingað.“
Björn sem er tónlistarkennari að mennt, fór úr skóla í Reykjavík með 400 nemendum í skóla með 15 nemendum. „Þetta er eins og lítil fjölskylda, allir eru saman og maður getur veitt miklu persónulegri þjónustu,“ segir hann en bætir við að það sé líka mikil vinna því hann sé að kenna öllum aldurshópum og þarf að vera vel að sér í öllu námsefni þeirra.
Fullkomin einstaklingsmiðun í fámennum skóla
Hann leggur áherslu á sjálfstæð vinnubrögð og persónulega þjónustu viðnemendur sína. „Ég vil hjálpa þeim að skilgreina hugmyndir og hjálpa þeim að komast áfram með hugmyndirnar sínar frekar en að mata þau á einhverju. Ég get gert það allt eins með 20 nemendur eða 5 nemendur, en gæðin í persónuleguþjónustunni er það sem fámennið hefur umfram fjöldan. Þetta er fullkomin einstaklingsmiðun.“
Björn nýtir kunnáttu sína vel og hefur tekist að gera nemendur sína að hæfileikaríku tónlistarfólki en segir það hafa verið auðvelt. „Þau eru ógeðslega góð. Þau eru langflest í grunninn áhugasöm um tónlist og frekar músíkölsk. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir því að láta þau halda takti eða læra laglínur.“
Þessir krakkar urðu frægir um stund þegar þau tóku þátt í vinsælli verðlaunajólaauglýsingaherferð sem framleidd var af Vodafone. Þar sem hann er tónlistarkennari, var haft samband við Björn til ræða þá hugmynd að finna börn sem spiluðu á hljóðfæri og að sjálfsögðu bauð hann fram nemendur sína. Auglýsingin sýnir hóp krakka á sviði að flytja jólalag fyrir fjölskyldur sínar(sem síðan taka það upp á snjallsíma eða horfa á í gegnum spjaldtölvur).
„Þetta var rosalega skemmtilegt,“ rifjar Björn upp, „og það var svo gaman hvernig allir í þorpinu voru innvinklaðir inn í verkefnið. Allir búnir að skreyta húsin sín 3 vikum fyrr en venjulega, og allir ógeðslega til í þetta. Ég held að það hafi skinið í gegn í þessu, þessi jákvæðni og heiðarleiki, og sjálfsprottna gleði.“
Glæður í tónlistarlífinu
Jákvæðni þorpsbúa nær líka yfir tilraunir Björns til að skapa tónlistarsenuí plássinu. Til að gera eigin tónlist, leigði hann gamla byggingu í þorpinu sem hann gerði að stúdíói. „Ég var örugglega búinn að búa hérna í 3 mánuði þegar ég sá fyrst þetta litla hús, virkilega sá það, og fór að spyrjast fyrir og fékk aðvita að þetta væri bókasafnið. Þetta er 15 fermetra steinhús, magnað að það skuli vera til.“
Björn tók síðan gamla bókasafnið í gegn og breytti því í stúdíó með leyfi sveitastjórnarinnar.
En athyglisverðara er að Björn kom á fót mánaðarlegri tónleikaröð, Mölinni,í samstarfi við barinn/veitingastaðinn á staðnum, þar sem hann fær ýmsa tónlistamenn til að spila í hvert sinn og hitar sjálfur upp.
Ég læt í ljós efasemdir um að miðaldra landsbyggðarfólki hafi áhuga á svona hipsteratónlist en Björn segir það mjög opið. „Sumt fólk kemur alltaf, og mér hefur heyrst að það sé af því að það hefur raunverulegan áhuga en ekki bara afskyldurækni og meðvirkni. Mæting hefur verið svona frá 25 manns upp í 60, ogþað er nokkuð gott að fá 60 manns á tónleika í plássi þar sem búa 70 manns. Það er næstum því 100% mæting.“
Hann heldur líka stærri sumarútgáfu af tónleikunum, Sumarmölina, sem er hægt og bítandi að byggja upp gott orðspor. Skipan tónlistafólks fyrir Sumarmölina þetta árið er glæsileg og þar verða nokkur vel þekkt nöfn í íslensku tónlistarlífi, svo sem Tilbury, sóley og Retro Stefson. Kveld-Úlfur mun einnig koma fram með stóru nöfnunum en sú hljómsveit er skipuð af eldri nemendum Björns úr grunnskólanum á staðnum.
Aftur suður
En eftir þrjú ár er Björn nú að flytja aftur til borgarinnar. Hann eignaðist nýverið sitt þriðja barn og þótt honum líki að ala börnin upp í svona öruggu umhverfi, sakna þau hjónin fjölskyldu sinna og vinna sem búa flest í höfuðborginni.
Hann ætlar þó að halda áfram að halda sumartónleikana, svo þetta litlasjávarþorp á enn möguleika á að verða frægt fyrir hipster tónlistarhátíð.
Greinin var upphaflega birt á ensku á grapevine.is árið 2015.
Myndirnar með greininni voru teknar af Art Bicnick og eru í eigu Reykjavík Grapevine en ég fékk eina lánaða.